Beint frá býli dagurinn, Egilsstöðum í Fljótsdal

18. August, 2024

Þann 18. ágúst opna Egilsstaðir í Fljótsdal sem reka Sauðagull (www.saudagull.is) býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum sem er nú haldinn annað árið í röð í samstarfi við Austurbrú.
Við hliðina á býlinu er hið einstaka Óbyggðasetur Íslands (www.wilderness.is).
Þann dag munu hvorki meira né minna en 14 heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla af Austurlandi mæta á býlið til að kynna og selja vörur sínar.
Gestir fá ókeypis kökusneið (val á milli skúffuköku og hjónabandssælu), kaffi og djús í boði Beint frá býli.
– Matarmarkaðurinn verður í tjaldi á svæðinu.
– Leiðsögn ábúenda um fjárhúsið á býlinu sem er með mjaltaraðstöðu fyrir sauðfé sem er einstakt á Íslandi.
– Ann-Marie hjá Sauðagulli verður með leiðsögn um framleiðslueldhúsið á býlinu þar sem hún framleiðir vörur Sauðagulls.
– Kindur og heimalingar sem hægt verður að gefa mjólk.
– Hestar sem hægt er að klappa.
– Sértilboð á sýninguna og kaffibolla í Óbyggðasetrinu
– Víkingakubbar fyrir börn.