Beint frá býli dagurinn: Afmælishátíð á Lynghóli í Skriðdal (Geitagott)

Lynghóll, 701 Fljótsdalshérað

20. August, 2023

Í tilefni 15 ára afmælis félagsins Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt, sunnudaginn 20. ágúst kl. 13-17.
Á Austurlandi verður viðburðurinn haldinn á Lynghóli í Skriðdal (Geitagott) af þeim hjónum Þorbjörgu Ásbjörnsdóttur og Guðna Þórðarsyni. Austurbrú er styrktar- og samstarfsaðili.
Gestir munu geta notið þess sem Lynghóll hefur upp á að bjóða og kynnst heimavinnsluaðilum á lögbýlum á Austurlandi – sem eru félagsmenn í Beint frá býli, en þeir verða á Lynghóli þennan dag til að kynna og selja vörur sínar og segja frá starfseminni.
Í boði verður afmæliskaka, kaffi og djús. Kvenfélag Skriðdæla mun selja veitingar og Náttúruskólinn bjóða upp á ýmislegt skemmtilegt.
Hægt verður að fá að klappa geitum og kiðlingum.
Hlökkum til að sjá sem flesta af Austurlandi og eiga góðan afmælisdag saman!