Axel Flóvent á Tehúsinu
Tehúsið Hostel
9. February, 2024
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann hefur búið til tónlist frá unga aldri og komið víða við á tónlistarferlinum.
Fyrsta EP skífa Axels „Forest Fires“ kom út á Íslandi árið 2015 þar sem tónlistin var samin undir áhrifum allt frá Bon Iver til Bombay Bicycle Club. Stuttskífan fékk mikla athygli frá umheiminum og titillaginu, Forest Fires, hefur verið streymt á Spotify yfir 75 milljón sinnum.
Axel hefur hitað upp fyrir margar hljómsveitir í gegnum tíðina, þar á meðal The Paper Kites, Radical Face, Mumford & Sons, Junius Meyvant og Ásgeir Trausta.
Þann 9. febrúar ætlar Axel að spila á sínum fyrstu tónleikum á Egilsstöðum og verður það vonandi góð blanda af ljúfum tónum og góðum fíling.