Austurland Freeride Festival: Ferð frá Fjarðarheiði til Eskifjarðar

3. March, 2023

Um er að ræða skemmtilega og krefjandi eins dags ferð undir leiðsögn Skúla Júlíussonar og Óskars Wild Ingólfssonar þar sem farið er frá Fjarðarheiði til Eskifjarðar. Mæting er á Egilsstaðarflugvelli kl 09:00 tilbúin fyrir daginn.

Dagskrá ferðarinnar:

Föstudagur 3. mars

  • 09:00 – Mæting á Egilsstaðaflugvelli tilbúin fyrir daginn
  • 09:15 – Lagt af stað með rútu upp á Fjarðarheiði þar sem skíðaferðin byrjar.
    Gengið yfir Gagnheiði og rennt sér niður á Mjóafjarðarheiði.
    Þaðan gengið upp á jökulinn Fönn þaðan sem rennt verður niður Þverárdal, alla leið niður að Veturhúsum á Eskifirði.
    Rúta sækir liðið að Veturhúsum og skutlar upp í Oddsskarð, þaðan sem rennt verður í Randulffs sjóhús.
    Þetta er krefjandi ganga og skíðun undir styrkri stjórn Skúla Júl og Óskars Wild.

Búnaður

  • Venjulegur dagsferðarbúnaður fyrir skíðaferð. Fjallaskíði eða splitboard og skinn.
  • Nauðsynlegt er að hafa brodda og að sjálfsögðu allir með snjóflóðaýli, skóflu og stöng.
  • Ekki má gleyma nestinu!

Kostnaður

  • 15.000 kr. á mann
  • Innifalið í verði eru rútuferðir og leiðsögn

 

Bókanir hjá Sævari á Mjóeyri 698 6980 eða [email protected]

Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

Heildardagskrá Austurland Freeride Festival 2023 má sjá hér