Aldís Fjóla á Tehúsinu

19. October, 2024

Tónlistarkonan og Borgfirðingurinn Aldís Fjóla heldur sína fyrstu tónleika á Egilsstöðum í Tehúsinu 19.október kl.20:30. Miðaverð er kr.3900.
Á tónleikunum flytur Aldís Fjóla sín lög ásamt því að taka nokkur uppáhalds lög sem hún vildi að hún hefði samið.
Með Aldísi verða Friðrik Jónsson, Halldór Sveinsson og Hafþór Valur Guðjónsson.
Nánar um Aldísi:
Aldís Fjóla hefur verið að vinna í sinni eigin tónlist síðustu 7 ár með Stefáni Erni Gunnlaugssyni, lagahöfundi og upptökustjóra. Hennar fyrsta plata, Shadows, kom út árið 2020 og önnur plata hennar, Pipedreams, árið 2023. Lagið Quiet the Storm, sem kom út í desember síðastliðnum, fékk góðar viðtökum og komst meðal annars í efsta sæti Vinsældarlistans á Rás 2. Aldís er nú að vinna að sinni þriðju plötu með Stefáni Erni og fyrsta smáskífan af þeirri plötu, Fine, kom út í ágúst.
www.aldisfjola.com
Facebook: Aldís Fjóla
Instagram: aldisfjolamusic