Aldamótatónleikar í Neskaupstað
Egilsbúð
7. April, 2023
Fannst þér gaman að fara á ball eða horfa á Popptíví?
Langar þig að hverfa aftur til síðustu aldamóta og upplifa svakalegustu nostalgíu ever á skemmtilegustu og vinsælustu partýtónleikum Íslands síðustu ára?
Ef svarið er já við þessum spurningum ertu stálheppin/n því landslið íslenskra poppara ætlar að troða upp í Egilsbúð föstudagskvöldið 7. apríl
Fram koma:
- Jónsi
- Hreimur
- Gunni Óla
- Einar Ágúst
Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldarmót. Og gott betur en það, því allir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk.
Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri. Það má búast við miklu fjöri og athugið að þetta verða standandi tónleikar.
Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.
Miðaverði verður stillt í hóf og er 5990 kr í forsölu en 6990 kr við innganginn.
Húsið opnar klukkan 21:00 og gert er ráð fyrir að tónleikarnir hefjist kl. 22:30
Sjáumst í stuði!