Afturgangan / The Torch Walk

Tækniminjasafnið Seyðisfirði

4. November, 2022

* English below*
AFTURGANGAN – FÖSTUDAGINN 4. NÓVEMBER kl.18:00
Tækniminjasafn Austurlands býður ykkur í gönguferð í gegnum myrkvaðan bæinn og aftur til fortíðar frá Gömlu Vjelasmiðjunni að Hótel Öldu!
Vjelasmiðjan verður opin á undan og hægt að skoða þær endurbætur sem hafa farið fram á húsinu. Nemendur í Seyðisfjarðarskóla sýna verk sín sem þau hafa unnið í tengslum við Daga myrkurs og flytja einnig tónlistaratriði.
Götuljósin verða slökkt í bænum og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að myrkva hús sín á meðan gangan fer fram.
Göngufólk er hvatt til þess að koma með luktir, blys, kyndla, höfðuljós eða einhverja ljóstýru með sér í gönguna.
Við munum enda saman á Hótel Öldunni þar sem boðið verður upp á heitt kakó og kruðerí á meðan birgðir endast.
Hittumst og göngum saman í drungalegu myrkrinu og lýsum það upp!
———————————
THE TORCH WALK – FRIDAY, NOVEMBER 4TH AT 18.00
The Technical Museum of East Iceland invites you for a walk through darkened Seyðisfjörður and back to the past! The Torch walk starts at the Technical Museum/Vjelsmiðja Jóhanns Hanssonar.
Street lights in town will be shut down and people encouraged to turn down the lights in their houses from 18-19.
Participants are encouraged to bring lanterns, flares, torches, head-lights or some kind of a light with them and light up the walk.
We will end the walk together in Hótel Aldan where hot chocolate and a pastry will be for free while supplies last.
Let’s meet up, walkt together in the gloomy darkness and light it up together.