Afkomendur Borgarfjarðar

Hafnarhúsinu Borgarfirði Eystri

15. July, 2022 - 17. August, 2022

Ljósmyndasýning Elsu Katrínar Ólafsdóttur, ljósmyndara og Borgfirðings. 

  1. 15. júlí – 17. ágúst

Myndaserían sem styrkt er af Brothættum byggðum er nokkurskonar skrásetning á andlitum Borgfirðinga. Allir þeir sem eiga ættir að rekja, eru búsettir eða hafa sterkar taugar til staðarins voru boðnir velkomnir í portrett myndatöku. Markmiðið var að fólk myndi mæta í sínum hversdagslegu fötum og varpa þannig ljósi á hvunndagshetjuna sem býr í okkur öllum.
Myndirnar voru flestar teknar sumarið 2021 í Fjarðarborg.
Þátttakendur verkefnisins urðu rétt tæplega 200 sem fór langt fram úr vonum.

Hugmyndin að verkefninu fæddist vegna þess að nú eru rétt tæplega 100 ár liðin síðan Kjarval teiknaði myndaseríu sem nú eru þekktt sem „Hausarnir hans Kjarvals“. Þar er um að ræða andlitsmyndir sem Kjarval teiknaði af fullorðnum Borgfirðinum á þriðja áratug síðustu aldar. Málaralist Kjarvals er auðvitað öllum kunn en þessi sería af teikningum hans af borgfirsku samferðafólki hans er alveg sér á báti
í höfundarverki hans. Eðlilega þykir Borgfirðingum og öllum þeim sem þar eiga rætur vænt um tengingu Kjarvals við Borgarfjörð og þar með talið landslag, álfa, vætti og fólk sem þessi meistari íslenskrar málaralistar dró upp í myndum sínum.

Myndaserían Afkomendur Borgarfjarðar kallast á við þessa frægu portrett seríu Kjarvals og gæti verið einskonar kveðja frá Borgfirðingum nútímans til þess
listamanns sem borið hefur hróður og fegurð fjarðarins víðar er flestir aðrir. Kannski verður hægt að finna einhverja svipi fyrri kynslóða ef myndirnar yrðu bornar saman við ,,hausana hans Kjarvals“.

n