Ævintýraferðir fjölskyldunnar – Barnaferð á Víknaslóðir
26. June, 2021 - 27. June, 2021
Barnaferð á Víknaslóðir með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs
26. – 27. júní
Mæting við Fjarðarborg, Borgarfirði eystri, kl. 09:00 26. júní
Erfiðleikastig: Miðlungs erfitt
Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir, fjallaleiðsögumaður og Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi. Lágmark 15 manns.
Ævintýraferðir fjölskyldunnar byggjast á útiveru og samveru í austfirskri náttúru sem sérstaklega eru miðaðar að börnum og foreldrum þeirra. Ferðirnar eru byggðar upp á þremur áhersluþáttum; jákvæðri upplifun, fræðslu og fjölskyldusamveru. Þessir þrír áhersluþættir sameinast í því að styrkja fjölskylduböndin, byggja upp tengsl milli barna og náttúru auk þess að gera barnið sjálft að sterkari einstaklingi sem getur leitað til náttúrunnar til að efla trú á eigin getu og auka vellíðan.
Dagur 1: Mæting hjá félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 9:00 og ekið að Krossmelum þar sem bílar verða skildir eftir. Gengið yfir Húsavíkurheiði og upp á Náttmálafjall þar sem við njótum útsýnis. Frá Náttmálafjalli förum við niður í Skúmhattardal og út Suðurdal í skála ferðafélagsins í Húsavík. Matur og samverustund um kvöldið.
Dagur 2: Gengið af stað kl. 9:00 inn Gunnhildardal en í Gunnhildardal býr tröllkonan Gunnhildur. Dagurinn verður skipulagður eftir veðri og vindum og mögulega verður farið upp á Hvítserk ef þannig viðrar. Síðan verður gengið í bíla og er heimferð áætluð um 16:00.
Verð: 15.000 þúsund fyrir fullorðinn og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Innifalið: Skálagisting, leiðsögn, trúss og kvöldverður í Húsavík. Ferð er niðurgreidd af styrktraðilum. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 15. júní.