Aðventuupplestur á Skriðuklaustri sunnudagur 10.desember kl 13:30
Skriðuklaustur
10. December, 2023
Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarsson fer fram í skrifstofu skáldsins að Skriðuklaustri sunnudaginn 10. desember. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir les. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í um 3 tíma með hléi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, lestrinum verður eining streymt á youtube rás Skriðuklausturs.
Á Klausturkaffi verður kaffihlaðborð með jólaívafi að lestri loknum.
Aðventa kom fyrst út árið 1936 og síðan þá hefur sagan um Benedikt, Eitil og Leó verið lesin víða um heim af milljónum manna, ekki síst í desember. Aðventa er það verk Gunnars sem þýtt hefur verið á flest tungumál og selst í stærstum upplögum.
Jóhanna Friðrika hefur víða komið við í kvikmyndum og sjónvarpi síðustu árin, bæði sem leikkona og handritshöfundur. Hún hlaut Edduverðlaunin 2022 sem leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Systrabönd.
//
The annual reading of Gunnar Gunnarsson´s Good Shephard takes place in the poet’s office at Skriduklaustur on Sunday, December 10. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir reads. The event starts at 13:30 and lasts about 3 hours with a break. Admission is free and everyone is welcome as long as space allows. The reading will be streamed on Skriduklaustur’s YouTube channel.
The event is in Icelandic.
At Klausturkaffi there will be a coffee buffet with a Christmas twist after the reading.