Á fætur í Fjarðabyggð: Gönguleiðir 27.júní

27. June, 2024

Kl. 10:00

  1. Bunga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar 805 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting við bæinn Berunes í sunnanverðum Reyðarfirði.

Gengið frá bænum upp Breiðdal og sveigt upp að Miðdegisskarði og þaðan út á tindinn.

Litið við á Berutindi í leiðinni. Frábært útsýni yfir Reyðarfjörð.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 –

Kl. 18:00

  1. Fjölskylduganga út brúnirnar fyrir utan Kolfreyjustað við norðanverðan Fáskrúðsfjörð (göngugarpaferð)

Mæting við Leiti utan við Kolfreyjustað.                                                                                 

Gengið út brúnirnar og bergangar og fl. skoðað. Þægileg leið og flott útsýni yfir eyjar og sker.

Fararstjóri Eyþór Friðbergsson, s. 865 2327.

Verð kr. 1.000 –

 Kl. 20:00

Kvöldvaka í Pálshúsi við Kolfreyjustað

Lifandi tónlist og veitingar.

Kvöldvakan er í umsjá Gönguklúbbs Suðurfjarða og í boði Loðnuvinnslunnar.