Á fætur í Fjarðabyggð: Gönguleiðir 26.júní

26. June, 2024

Kl. 10:00

  1. Dýjatindur í Breiðdal 834 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)  

Mæting utan við Gljúfraborg innan við þéttbýlið á Breiðdalsvík.

Gengið upp Innri Fanndal og upp á Axlarfjall og þaðan svo út á tindinn.

Frábært útsýni yfir Breiðdal og Stöðvarfjörð.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Verð kr. 3.000 –

 

Kl. 18:00

  1. Fjölskylduganga í landi Bæjarstaða og Landa milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar (göngugarpaferð)

Mæting við bílastæðið við Söxu.

Saxa skoðuð og gengið með fjörunni að vitanum á Landatanga og þaðan til baka.

Fararstjóri Solveig Friðriksdóttir, s. 865 8184.

Verð kr. 1.000 –

 Kl. 20:00

Kvöldvaka í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði.

Lifandi tónlist og veitingar, í boði Steinasafns Petru og Launafls.