Á fætur í Fjarðabyggð: Goðaborg og Fannardalur

24. June, 2024

Kl. 10:00

  1. Goðaborg 1132 m (eitt af fjöllunum fimm í gönguvikunni)

Mæting við vatnsveituhúsið á Tandrastöðum í Fannardal.

Gengið upp með Tandrastaðará upp í Gæsadal og þaðan á tindinn. Glæsilegt útsýni yfir Mjóafjörð og Fannardal.
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.
Verð kr. 3.000 –

Kl. 18:00

  1. Fjölskylduganga í Teignum í Fannardal (göngugarpaferð)

Mæting um 1 km inn af Fannardals afleggjaranum.

Gengið upp veginn og minjar og fl. skoðað. Sögur sagðar.

Fararstjóri Þórður Júlíusson, s. 891 8036.

Verð kr. 1.000 –

Kl. 20:00

Kvöldvaka í Teignum í Fannardal.  

Lifandi tónlist og veitingar, á vegum ferðafélags Fjarðamanna, kvöldvakan er í boði Síldarvinnslunnar.