Á fætur í Fjarðabyggð: 29.júní
29. June, 2024
Kl. 10:00
- Víkurheiði- Hellisfjörður- Vöðlavík. U.þ.b 15 km
Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð kl 9:30 þar sem sameinast er í bíla.
Gengið frá Víkurheiði norður að Náttmálahnjúk þaðan sem er ægifagurt útsýni. Þaðan svo um Karlstaðarsveif og Jónsskarð til Hellisfjarðar. Síðan farið um Kvígindisdal, Vindhálsöxl og niður Dysjardal að Karlsstöðum í Vöðlavík þar sem bílar sækja göngugarpa.
Léttar veitingar að Karlstöðum, skála Ferðafélags fjarðamanna í Vöðlavík í lok ferðar.
Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson, s. 698 6980.
Verð kr. 5.000 –
Kl. 13:00
15. Fjölskylduganga upp með Karlsstaðará í Vöðlavík og niður með Kirkjubólsá
Mæting við skála Ferðafélags Fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík (4×4)
Gengið frá skálanum og upp með ánni. Fossar og skessukatlar skoðaðir og svo gengið niður með Kirkjubólsá þar sem mögulega er hægt að fara á bakvið foss í ánni.
Léttar veitingar að Karlsstöðum, skála Ferðafélags fjarðamanna í Vöðlavík í lok ferðar í boði Ferðafélags Fjarðamanna.
Fararstjóri Kamma Dögg Gísladóttir, s. 847 1690 / Karlsstaðir, s. 641 0492
Verð kr. 1.000 –
Kl. 20:00
Lokakvöldvaka á Mjóeyri
Útisvið, lifandi tónlist, varðeldur, veitingar og veittar viðurkenningar gönguvikunnar og nátturuskólans.
Lokakvöldvakan er í boði Eskju.
Kl. 22:00 – 01:00
Sjóhúspartí á Randulffs-sjóhúsi.
18 ára aldurstakmark.
Frítt inn í boði Randulffs-sjóhúss.