Sunnudagsganga á Sandhólatind í Seyðisfirði

20. June, 2021

Sunnudagsganga með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs
20. júní kl. 10:00
Erfiðleikastig 3

Í byrjun er slóðanum fylgt upp í mynni Vestdals en ofan við fossa er göngubrú yfir Vestdalsá. Frá brúnni er síðan stefnt upp í hlíðina sem er nokkuð  brött á köflum og farið upp öxl á suð-vestanverðu fjallinu alla leið á toppinn.

Á hæsta punkti Sandhólatinds er lítil varða og staukur sem hýsir gestabók. Sandhólatindur er hæsti tindur við Seyðisfjörð með glæsilegu útsýni til allra átta í góðu veðri.

Mesta hæð: 1.154 m

Hækkun: 1.120 m

Gönguvegalengd: 9-10 km

Göngutími: 6-8 klst. (uppgöngutími 3-4 klst)

Göngubyrjun: Frá Háubökkum (30 m)

Umsjón: Katrín Reynisdóttir

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.