Coney Island Babies í Tehúsinu
6. May, 2021
Tónleikar með hljómsveitinni Coney Island Babies í Tehúsinu, Egilsstöðum, fimmtudagskvöldið 6. maí.
Hljómsveitin Coney Island Babies var stofnuð árið 2004 í Neskaupstað og hefur starfað með stuttum hléum alla tíð síðan. Í henni eru Geir Sigurpáll Hlöðversson, Guðmundur Höskuldsson, Jón Hafliði Sigurjónsson, Jón Knútur Ásmundsson og Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir.
Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur: Morning to Kill (2012) og Curbstone (2020) en sú síðarnefnda vakti þó nokkra athygli og innihélt m.a. lagið Swirl sem varð vinsælt í fyrrasumar og endaði í 32. sæti yfir mest spiluðu lög síðasta árs á Rás 2. Báðar plöturnar má finna á Spotify.
Miðinn kostar 2000 kr. og talið verður í fyrsta lag stundvíslega klukkan 20:30. Athugið að það er takmarkað sætaframboð og við hvetjum ykkur að hafa samband við Tehúsið tímanlega og frátaka miða.
Hljómsveitin vill minna fólk á þær reglur sem eru gildi vegna Covid19 þar sem kveðið er á um grímuskyldu og fleira – frekari upplýsingar hér:
https://www.covid.is/…/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni
(Athugið að þessi reglugerð er í gildi til 5. maí).
Heimasíða: cibtheband.com
Nánari upplýsingar veitir Jón Knútur Ásmundsson // 895 9982 // [email protected]