Vetrarhlaupasyrpa
31. October, 2020 - 27. March, 2021
Vetrarhlaupasyrpa Þristar saman stendur af sex 10 km hlaupum sem hlaupin eru á Egilsstöðum, síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars. Eina undantekningin er desemberhlaupið sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangri og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar.
Upphaf: Við Íþróttahúsið á Egilsstöðum kl. 11:00, nema gamlaárshlaupið sem verður ræst kl. 10:00.
Skráning: Fer fram hér.
Lengd: 10 km.
Þátttökugjald: 1.000 kr.
Innifalið: Létt hressing og frítt í sund eftir hlaup.
Hlaupaleið: Frá íþróttahúsi eftir Tjarnarbraut, beygt til hægri á Selás og hlaupið sem leið liggur eftir Lagarási og Kaupvangi (framhjá Heilsugæslunni, Landsbankanum, tjaldstæðinu og Landflutningum). Hlaupið út á þjóðveginn og eftir Vallavegi í átt til Hallormsstaðar þar til komið er að merktum snúningspunkti. Sama leið hlaupin til baka.
Að loknu hverju hlaupi verður dregið um vegleg útdráttarverðlaun.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Verum sýnileg – Munum endurskinsvestin