17. júní í Múlaþingi

17. June, 2025

Egilsstaðir:

10:00  Blöðrusala meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í Hettunni við Vilhjálmsvöll.

10:30  Fjölskyldustund í Egilsstaðakirkju.

11:00  Skrúðganga frá Egilsstaðakirkju að íþróttahúsi. Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs leiðir gönguna ásamt fánaberum. Að göngu lokinni býður fimleikadeild Hattar upp á fimleikasýningu.

11:30–12:30  Móttaka skúlptúra í skúlptúrasamkeppni fyrir börn fædd 2013-2020. Þemað í ár er Lagarfljótsbrúin en 120 ár eru liðin frá því að Lagarfljót var brúað.

11:30–14:15  Skemmtilegt í Tjarnargarðinum: hoppukastalar, andlitsmálun, hestar frá Finnsstöðum, candy floss, popp, pylsur og fleira góðgæti.

13:00  Hátíðardagskrá á sviðinu í Tjarnargarðinum.

  • Hátíðarræða
  • Tónlistaratriði
  • Fjallkona
  • Árleg viðurkenning Rótarýklúbbs Héraðsbúa
  • Lagarfljótsbrúin
  • Verðlaunaafhending í skúlptúrasamkeppni

Þjóðbúningasýning í Minjasafni Austurlands. Opið hús og frítt inn í tilefni dagsins.

Seyðisfjörður

11:00  Blómsveigur lagður á leiði Björns í Firði.

12:30  17. júní hlaup Hugins fyrir 12 ára og yngri. Mæting við Seyðisfjarðarkirkju.

13:00  Opnun á svakalegasta hoppukastala sem Seyðisfjörður hefur séð í garðinum við Seyðisfjarðarkirkju.

15:00  Hátíðardagskrá við Seyðisfjarðarkirkju.

16:00  Sýningin Kjarval á Austurlandi opnuð í Skaftfelli.

Veitingastaðir bæjarins bjóða upp á ýmis tilboð á mat og drykk.

Djúpivogur

13:00–14:00  Gamla kirkjan: andlitsmálun. Veifur og fánar til sölu.

14:15  Skrúðganga.

14:30  Hátíðardagskrá í Blá:

  • Skemmtidagskrá fyrir börnin, það verður nóg um að vera!
  • Fánahylling, ræðuhöld og söngur
  • Kaffi á könnunni
  • Grillveisla í boði Neista!

15:30  Vatnsrennibraut í Neistabrekkunni (ef veður leyfir). Mæta með aukaföt og handklæði!

Borgarfjörður

13:00  Skrúðganga frá Heiðinni og upp á íþróttavöll.

Hátíðardagskrá, lifandi tónlist, leikir og sprell á íþróttavellinum.

15:00  Kaffihlaðborð í Fjarðarborg.