Sigmar Matthíasson ásamt hljómsveit

18. September, 2020

Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gaf út sína fyrstu sóló plötu, Áróra, í september 2018 en hún hlaut tvennar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki Djass- og blústónlistar. Nú er að hefjast undirbúningur fyrir aðra plötu, sem ber vinnuheitið METAPHOR, og er áætluð útgáfa í byrjun árs 2021. Um er að ræða nýtt frumsamið efni þar sem áhrif frá austrænni þjóðlagatónlist og annarri heimstónlist blandast við nútímajazz.
Áður en haldið verður í hljóðver munu Sigmar og félagar prufukeyra nýja efnið á tónleikum í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, föstudaginn 18.september. Hér er um einstakt tækifæri að ræða þar sem heyra má nýja óútgefna tónlist í stöðugri mótun.
Tónleikar sem allir unnendur góðrar tónlistar mega ekki missa af enda er hér valinn maður í hverju rúmi en hljómsveitina skipa auk Sigmars á kontrabassa, þeir Haukur Gröndal á klarinett og saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á oud og önnur strengjahljóðfæri, Ingi Bjarni Skúlason á píanó og Matthías Hemstock á trommur.
Hér má heyra tóndæmi:
https://youtu.be/RfFDMD4H1Ao
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Miðaverð: 2500 kr. og eru miðar seldir við innganginn. Tekið er á móti kortum og reiðufé.
Vegna Covid-19 geta aðeins 100 gestir sótt viðburðinn og gætt verður að tveggja metra reglu.
FLYTJENDUR:
Sigmar Þór Matthíasson: kontrabassi
Haukur Gröndal: klarinett & saxófónn
Ásgeir Ásgeirsson: oud & önnur strengjahljóðfæri
Ingi Bjarni Skúlason: píanó
Matthías Hemstock: trommur
Tónleikarnir eru hluti af haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvarinnar.