18 – Matarmót I
25. December, 2024
Matargerð er á miklu flugi á Austurlandi og í landshlutanum er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða og framleiðenda sem vinna með staðbundin hráefni. Af þessari ástæðu er blásið til Matarmóts Matarauðs Austurlands sem haldið verður þann 1. október í Valaskjálf, Egilsstöðum. Matarmótið er hluti af glæsilegri dagskrá dagana 30. september til 2. október sem gerir matarmenningu og framleiðslu á Austurlandi hátt undir höfði – allt undir yfirskriftinni OKKUR AÐ GÓÐU. Frekari upplýsingar á Austurland.is
Í þættinum koma fram Alda Marín Kristinsdóttir og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjórar hjá Austurbrú. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson.
/
RSS Feed