13 – BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna

4. November, 2024

Í september og október stendur yfir á Austurlandi BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna. Hátíðin hefur fest sig í sessi en þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin. Yfirskriftin að þessu sinni er:  „Réttur til áhrifa“ og byggir hún á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Í þessum þætti er rætt við Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur, verkefnastjóra BRAS hjá Austurbrú. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson.

Austurland hlaðvarp
Austurland hlaðvarp
13 - BRAS - menningarhátíð barna og ungmenna
Loading
/

Fleiri þættir