30 – Matarmót 2022

24. December, 2024

Matarmót Matarauðs Austurlands 2022 var haldið föstudaginn 21. október í Hótel Valaskjálf. Þar voru haldnar málstofur auk þess sem matvælaframleiðendur á Austurlandi kynntu framleiðslu sína og buðu upp á smakk. Í þættinum er rætt við sýnendur, gesti, fyrirlesara og skipuleggjendur en fram koma: Bryndís Fiona Ford, skólastjóri Hallormsstaðaskóla; Þórhildur María Jónsdóttir, verkefnastjóri vörusmiðju Biopol á Skagaströnd; Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim; Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtakanna; Ingibjörg Halldórsdóttir, settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs; Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, matreiðslumeistari í Reykjavík; Sölvi Kristinn Jónsson og Karen Hlín Halldórsdóttur, bændur á Síreksstöðum á Vopnafirði; Þorbjörg Ásbjörnsdóttur hjá Geitagotti, kaffibóndinn Lukasz Bogdan Stencel, Þóra Björk Nikulásdóttir á Stöðvarfirði og Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

 

Austurland hlaðvarp
Austurland hlaðvarp
30 - Matarmót 2022
Loading
/

Fleiri þættir