27 – Sterkur Stöðvarfjörður
5. November, 2024
Stöðvarfjörður hefur alla burði til að eflast sem ferðamannastaður og menningar- og nýsköpunarbær. Hægt er að styrkja byggðina með því að nýta tækifæri á sem flestum sviðum og byggja á því sem þegar er til staðar. Leggja ætti áherslu á góða aðstöðu til útivistar og fjölskyldusamveru og mikilvægt er að auka framboð á íbúðarhúsnæði.
Þetta eru meginskilaboð íbúaþings sem haldið var á Stöðvarfirði, helgina 5. – 6. mars 2022. Með því hófst þátttaka Stöðvarfjarðar í verkefninu „Brothættar byggðir“ og er þetta þrettánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Þá er þetta þriðja verkefni Brothættra byggða sem farið er af stað með á Austurlandi en áður hafa Breiðdalsvík og Borgarfjörður eystri tekið þátt.
Í þættinum er rætt við Valborgu Warén, verkefnastjóra Sterks Stöðvarfjarðar, og Stöðfirðingana Erlu Jónu Steingrímsdóttur, Bryngeir Ágúst Margeirsson og Bjarna Stefán Vilhjálmsson.
Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson.