24 – Fólk hugsar stærra

25. December, 2024

Matarmenningin á Austurlandi er svo sannarlega bæði fjölbreytt og spennandi þessi misserin. Albert Eiríksson hefur verið á ferð á flugi fyrir austan og prófað girnilega rétti sem lesa má um á heimasíðunni hans alberteldar.is. Hann er ánægður með austfirskt matreiðslu- og veitingafólk og finnst það hugsa sífellt stærra. Jón Knútur Ásmundsson ræddi við Albert og Öldu Marín Kristinsdóttur verkefnastjóra hjá Austurbrú en hún hefur m.a. komið að stjórnun Matarauðs Austurlands sem áður hefur verið fjallað um í hlaðvarpinu okkar.

Austurland hlaðvarp
Austurland hlaðvarp
24 - Fólk hugsar stærra
Loading
/

Fleiri þættir