23 – Uppbygging á Seyðisfirði

5. November, 2024

Atvinnulífið á Seyðisfirði stóð frammi fyrir fordæmalausum og fjölþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember 2020 og í framhaldinu fór af stað verkefni innan Austurbrúar sem kallast Uppbygging á Seyðisfirði og í þess nafni hefur verið veitt ýmis konar ráðgjöf síðustu mánuði auk þess sem hvatasjóður var settur á laggirnar. Honum er m.a. ætlað að koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem orðið hafa fyrir tjóni. Í þættinum er rætt við Urði Gunnarsdóttur sem stýrir verkefninu fyrir hönd Austurbrúar. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson.

Nánari upplýsingar: https://austurbru.is/uppbygging-a-seydisfirdi/

Austurland hlaðvarp
Austurland hlaðvarp
23 - Uppbygging á Seyðisfirði
Loading
/

Fleiri þættir