07 – Heimamenn heimsækja Austurland

25. December, 2024

Hjá Austurbrú hafa nokkrir starfsmenn það hlutverk að kynna Austurland fyrir ferðamönnum. Í kjölfar heimsfaraldurs er ljóst að íslenskir ferðamenn verða áberandi í sumar og það kallar á annars konar markaðssetningu. Í þessum þætti segja þau Jónína Brynjólfsdóttir, Páll Guðmundur Ásgeirsson og María Hjálmarsdóttir frá því hvernig Austurland er kynnt landsmönnum og ekki síst fyrir Austfirðingum sjálfum. Það er von okkar hjá Austurbrú að heimamenn verðir duglegir að ferðast um Austurland í sumar og njóti alls þess sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Það kemur eflaust mörgum á óvart hvað úrval afþreyingar, veitingastaða og gististaða er fjölbreytt svo ekki sé minnst á möguleika til útivistar. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson.

Austurland hlaðvarp
Austurland hlaðvarp
07 - Heimamenn heimsækja Austurland
Loading
/

Fleiri þættir