29 – Austurbrú 10 ára – menningarstarf á Austurlandi

24. December, 2024

Austurbrú hélt upp á sitt fyrsta stórafmæli í vor eftir viðburðaríkan áratug. Frá stofnun hefur stofnunin unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði markaðssetningar, atvinnuþróunar, fræðslu og síðast en ekki síst menningar.

Fáir þekkja menningarstarfsemi á Austurlandi jafn vel og Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnasstjóri hjá Austurbrú. Um árabil var hún framkvæmdastjóri Menningarráðs Austurlands, þegar það var og hét, en á síðustu árum hefur hún sinnt ýmis konar ráðgjöf til listafólks og frumkvöðla í landshlutanum m.a. í gegnum Uppbyggingarsjóð Austurlands.

Í þessum þætti er rætt við Signýju um menningarstarf á Austurlandi á víðum grunni m.a. um barna-menningu, starf listamannsins, þróun menningarlífsins á síðustu árum og framtíðarvæntingar.

Austurland hlaðvarp
Austurland hlaðvarp
29 - Austurbrú 10 ára - menningarstarf á Austurlandi
Loading
/

Fleiri þættir