26 – Austurbrú tíu ára
25. December, 2024
Austurbrú hélt upp á sitt fyrsta stórafmæli nú í vor eftir viðburðarík tíu ár. Í tilefni afmælisins var boðið til hátíðardagskrár í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði þar sem m.a. voru haldin nokkur erindi. Öll tengdust þau með einum eða öðrum hætti Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044. Stefán Bogi Sveinsson, skáld og sveitarstjórnarfulltrúi, talaði um sjálfsmynd Austfirðinga. Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði, fjallaði um áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan. Ferðamálafrömuðurinn Auður Vala Gunnarsdóttir, sem er m.a. eigandi Blábjarga á Borgarfirði eystri, fjallaði um ferðaþjónustu á Austurlandi og Ragga nagli, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, ræddi um fjölbreyttar undirstöður góðrar heilsu og áherslur ólíkra samfélaga á því sviði. Í þættinum er spjallað við fyrirlesarana. Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson.