BRAS

Menningarhátíð barna og ungmenna

8. September, 2018 - 30. September, 2018

BRAS er nýstofnuð menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Hátíðin verður haldin í fyrsta skipti í september 2018 og fer fram víðsvegar í fjórðungnum. Hún verður sett laugardaginn 8. september á þremur stöðum samtímis: Fjarðabyggð, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði. Í framhaldi er í boði fjölbreytt dagskrá út september með vinnusmiðjum, leiksýningum, tónleikum og myndlistarsýningum í samstarfi við fjölmargar stofnanir og leik-, grunn- og framhaldsskóla á Austurlandi.

Einkunnarorð hátíðarinnar er þora, vera, gera og er lögð sérstök áhersla að leyfa börnum að vera þátttakendur í smiðjum ásamt því að njóta listviðburða.