Kormákur frumflytur nýja tónlist
27. November, 2025
Kormákur Valdimarsson er ungur tónlistarmaður sem síðustu misseri hefur gefið út ambient tónlist og raf popp. Fimmtudaginn 27 nóvember kemur hann til Norðfjarðar til að halda tónleika í Tónspil þar sem frumflutt verður nýtt efni af væntanlegri plötu sem hefur að geyma meiri mínimilístískar útsetningar og draumkennda texta. Lofað verður góðri stemningu og kósý kvöldstund!
Hurðar opna 20:00
Tónleikar byrja 20:30
Miðaverð 3500k
Tónleikar byrja 20:30
Miðaverð 3500k