Prikhestasmiðja Þristsins
29. September, 2025
Þristur ætlar að vera með Prikhestasmiðju mánudaginn 29. september í Samfélagsmiðjunni (Gamla Blómabæ) frá kl 16-18.
Þátttakendur koma og skapa sinn eigin gæðing frá grunni, fá efnivið á staðnum en það má gjarnan taka með sér gamla sokka, tölur, garn og tómar plastflöskur. Við ætlum að vera í endurnýtingagírnum
Þátttakendur koma og skapa sinn eigin gæðing frá grunni, fá efnivið á staðnum en það má gjarnan taka með sér gamla sokka, tölur, garn og tómar plastflöskur. Við ætlum að vera í endurnýtingagírnum
Skráning er NAUÐSYNLEG og fer fram á Sportabler hjá Þristinum og gott er að ung börn séu í fylgd fullorðinna.
Þegar fákarnir eru fullskapaðir verður stigið á bak og farið í reiðtúr og þrautaþeysireið í nágrenni Samfélagssmiðjunnar.