BRAS: Framkoma
27. September, 2025 - 28. September, 2025
Hefurðu gaman af tónlist, dansi eða annarskonar framkomu?
Ertu á aldrinum 7. – 10. bekk?
Þá gæti þetta verið smiðja fyrir þig!
Aníta Rós Þorsteinsdóttir ætti að vera flestum landsmönnum kunnug. Hún hefur tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo hefur hún sést ótal mörgum sinnum á skjáum, leikhús sviðum og hinum ýmsu viðburðum sem dansari í gegnum árin!
Aníta kemur fram undir listamannsnafninu ANITA og rekur meðal annars fyrirtækið Uppklapp!
Sem hluti af BRAS í ár kemur hún og verður með smiðju í Sláturhúsinu á Egilsstöðum næstu helgi og fer yfir allskonar hluti tengda sviðslistum! Það kostar ekki að taka þátt en mikilvægt að skrá sig!
Skráning: https://forms.office.com/e/Rs5uufdWhT
Frekari upplýsingar má nálgast á [email protected]