Beint frá býli dagurinn

24. August, 2025

Þann 24. ágúst opnar Félagsbúið Lindarbrekka býli sitt fyrir gestum í tilefni af Beint frá býli deginum, sem er nú haldinn þriðja árið í röð.
Þann dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur af Austurlandi mæta á býlið til að kynna og selja vörur sínar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga skemmtilegan dag saman í sveitinni!
Austurbrú er samstarfsaðili og styrkir viðburðinn.
Secret Link