Sunnudagsganga: Neðri botnar – Tvísöngur – Botnahlíð
18. May, 2025
Sunnudagsganga: Neðri botnar – Tvísöngur – Botnahlíð 1 skór 18. maí
Fararstjórn: Katrín Reynisdóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Gengið frá innri enda Botnahlíðar eftir gönguleið utan Dagmálalæks og upp í neðri Botna. Þaðan er haldið áfram út fjörðinn og komið niður í Tvísöng sem er hljóðskúlptúr eftir Þýska listamanninn Lukas Kuhne. Tvísöngur eru fimm sambyggðar hvelfingar af mismunandi stærðum. Um leið og verksummerki eftir stóru aurskriðuna eru skoðuð er gengið inn eftir bænum að upphafsstað göngunnar. Gangan er aðeins á fótinn til að byrja með en annars ekki löng og nokkuð auðveld.