Tour de Ormurinn

17. August, 2024

Afhending gagna fer fram í versluninni Vask, Sólvangi 5 á Egilsstöðum föstudaginn 18. ágúst frá kl 15:00-19:00.  Fyrir þau sem ekki komast þá verður hægt að nálgast gögn við rásmark frá kl. 7:30 á keppnisdag.

Ræst verður í 68 og 103 km kl. 9:00 Við verslunina Vask, Sólvangi 5 á Egilsstöðum.  Ræst verður í 26 km leiðina við Orkuna í Hallormsstað kl. 9:40

Skráning fer fram á Tour de Ormurinn 2024 | Netskraning.is Skráningu líkur kl. 13:00 föstudaginn 16. ágúst

Umræða og upplýsingar eru birtar á Facebook
————————-

Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni á austurlandi.  Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá.
Hjólaleiðir eru þrjár. 68 km hringurinn er vinsælasta leiðin en einnig er boðið upp á 103 km hring og 26 km leið.
Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri.  Hjólað er umhverfis Löginn í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri. Startað er í hringina frá Egilsstöðum og 26 km leiðin hefst í Hallormsstað.
Endamark er staðsett á Egilsstöðum. Mikil áhersla er lögð á öryggismál, unnið er í góðu samstarfi við lögregluna.
Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnilega brautarvörslu.
Metnaður er lagður í að umgjörð keppninnar beri austfiskri menningu, sögu og náttúru.