Hólmanes – Gengið með landvörðum

16. August, 2024

Föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00 mun landvörður leiða göngu í friðlandinu og fólkvanginum í Hólmanesi. Gangan hefst á áningarstaðnum við Hólmaháls.
Ofan við Hólmanes hvílir völva sem verndar Reyðarfjörð fyrir árásum. En skyldi hún hjálpa okkur að vernda náttúruna í Hólmanesi?
Í göngunni verður meðal annars boðið upp á fjölbreytta náttúru, leik í fjöru og spjall við tröllkarl.
Vegalengd: 3,5 km á göngustígum sem eru þröngir og ósléttir.
Hækkun: 125 m
Tími: 2 klst.
Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri. Gott er að hafa með sér vatn að drekka.