Fjallahringir – ljósmyndasýning
9. August, 2024
Við ætlum að hittast í Steinholti & Co. og heyra Hönnu Christel segja frá verkunum sínum sem prýða VEGGINN í Steinholti nú í ágúst.
Myndaserían Fjallahringir eru ljósmyndir sem Hanna hefur tekið á Seyðisfirði eða nágrenni og myndirnar síðan unnar í tölvu. „Náttúran er allt um kring og ég þarf bara að horfa út um gluggann til að upplifa æðisgengna náttúru. Ég reyni að fanga hana á mynd en hún verður aldrei jafn spennandi og náttúran sjálf. Í staðinn nýti ég myndirnar til þess að leika mér með liti. Hringlaga formið líkist gægjugati þar sem hægt er að horfa inn í þennan litríka heim.“
Hanna Christel Sigukarlsdóttir (f. 1977) hefur búið og starfað á Seyðisfirði frá 2012. Hún starfaði áður í Skaftfelli, myndlistarmiðstöð Austurlands, en hefur síðan 2023 fengist við ýmis konar menningartengd verkefni. Hanna útskrifaðist með BA gráðu úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur sýnt víða. Hún hefur aðallega unnið með rýmistengdar innsetningar með það í huga að rýmið sjálft hafi áhrif á áhorfendur í samspili við efniskennd og liti og jafnvel hljóð.
—————————————————————–
We get together in Steinholt & Co. on Friday the 9th of August at 17:00 to hear Hanna Christel talk about her recent work Fjallahringir / Mountain circles, that we have for display on our WALL in Steinholt in August.
The series Mountain Circles are photographs which Hanna took in Seyðisfjörður or close by and then worked further on digitally. „Nature is all around where I live, and I don´t have to go far to experience spectacular nature. I try to capture it, but the photographs are never as exciting as nature itself. Instead, I use the photos to play with colours. The circle is like a peep hole where you can watch this colourful world. “
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir (b. 1977) has lived and worked in Seyðisfjörður since 2012. She worked at Skaftfell Art Center for many years but has since 2023 worked on various cultural projects. She graduated in 2002 with B.A. degree from the multimedia department in Iceland Academy of the Arts and has since then exhibited in many places. She has worked mainly with spatial installations with a focus on the sense of material, space and colour and sometimes sound.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll.