BRAS námskeið fyrir börn

8. August, 2024 - 13. August, 2024

Fjögur eins dags námskeið verða í boði fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í Gömlu netagerðinni á Seyðisfirði.
Dagsetningarnar eru:
– fimmtudaginn 8. ágúst kl. 10:30-15:30
– föstudaginn 9. ágúst kl. 10:30-15:30
– mánudaginn 12. ágúst kl. 10:30-15:30
– þriðjudaginn 13. ágúst kl. 10:30-15:30
Skráning: Mikilvægt er að skrá viðkomandi barn á námskeiðið um netfangið [email protected] (nafn barns, dagur, aðstandandi og símanúmer).
Verð: 1500 kr. fyrir hvert barn. Tekið við seðlum á staðnum.
Lýsing: Hringiðan er ein af grunnhreyfingum alheimsins. Hana má sjá í formum skelja og kuðunga, vexti plantna, vetrarbrautinni, veðurkerfunum, loftinu í kringum okkur og í vatninu. Á námskeiðinu skoðum við þessa hreyfingu í vatni, þar sem við munum fylgjast með iðum, öldum og hrynjanda í læk og sjó. Við gerum líkamshreyfingar þar sem við líkjum eftir spírölum, iðum, öldum og hrynjanda. Við notkum plastfötur, krukkur, sívalinga, blek og ýmislegt annað til að kanna hreyfingu vatns í kyrrstöðu. Við notum vatnsrásir sem við mótum úr leir til að skoða vatn á hreyfingu og gerum tilraunir til að sjá hvernig hreyfing vatnsins hefur áhrif á form skelja og kuðunga, og hvernig vatnið mótar farveg sinn. Teiknaðir verða spíralar, iður, öldur og hrynjandi með litblýöntum, kolum, og vatnslitum.
Opin BRAS smiðja
Einnig er fólki á öllum aldri boðið að koma við í Gömlu netagerðinni og gera vatnstilraunir laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. ágúst frá kl 10:30-15:30.