Jeppaferð FFF á Haugsöræfi og Smjörvatnsheiði

17. August, 2024

Jeppaferð FFF á Haugsöræfi og Smjörvatnsheiði
Laugardaginn 17 ágúst 2024
Farið frá Tjarnarási 8 Egilsstöðum, hús Ferðafélagsins, sameinast í bíla og ekið norður fjöll stoppað við Sveigshelli, litið inn og næsta stopp er, Beitarhús við Möðrudalsvegamót síðan að Biskupshálsplani.
Farið austur á Haugsöræfi, ritsímanum fylgt, kaffistopp við skálann í Vestari Brekku, þaðan að Haugsnibbu og gengið á fjallið að þríhyrningsmælingarsteini og þar til baka og niður Austari-Brekku, niður á Urðir. Áfram í Almenninga og heiðarbýlin Selsárvellir og Fossvellir skoðuð og haldið í skálann á Aðalbóli.
Þar verður grillað og gist, öll grunnaðstaða til staðar
Morguninn eftir er farið að Mælifelli og síðan niður Selárdal til Vopnafjarðar stoppað í söluskála áður er lagt verður á Smjörvatnsheiði, komið við í gamla símahúsi og tekin nestishlé og útsýni skoðað, farið niður að Bugsseli og þaðan að Gvendarbrunninum á Bug og niður Laxárdal að Fossvöllum í Hlíð.
Hvað þarf meðferðis: útivistarföt, nesti fyrir ferð og viðlegubúnað til gistingar í Skálanum á Aðalbóli
Verð: 13.000.- per þátttakanda
Skráning í ferð er á netfang FFF [email protected]