50 ára afmæli Egilsstaðakirkju
16. June, 2024
Egilsstaðakirkja var vígð þann 16. júní árið 1974. Nú á sunnudaginn, 16. júní kl. 14:00, fögnum við 50 ára afmæli kirkjunnar með hátíðarmessu í kirkjunni okkar. Þangað eruð þið innilega velkomin, kæru Egilsstaðabúar, nærsveitungar og gestir.
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, mun predika við hátíðarmessuna. Prestsþjónustuna annast, auk biskups, núverandi og fyrrverandi prestar Egilsstaðakirkju: Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prófastur, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og sr. Þorgeir Arason, og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fv. vígslubiskup Hólum.
Við messuna verður Hermann Eiríksson heiðraður fyrir ómetanlegt framlag sitt til kirkjustarfsins í yfir 50 ár.
Kór Egilsstaðakirkju syngur ásamt gestum. Organisti og kórstjóri: Sándor Kerekes. Einsöngur: Adrian Peacock, bassi, og Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran. Mairi L. McCabe leikur á fiðlu og víólu og Virág Kerekesné Mészöly á óbó.
Meðhjálparar: Guðrún María Þórðardóttir og Íris Randversdóttir.
Lesarar: András Kerekes, Björn Ingimarsson, Elísa Petra Benjamínsdóttir Bohn, Gísli Þór Pétursson, Kristófer Hilmar Brynjólfsson og María Ósk Kristmundsdóttir.
Að messu lokinni býður Kvenfélagið Bláklukka í afmæliskaffi kirkjunnar í Hlymsdölum, þar verður glatt á hjalla og við munum m.a. taka lagið.