Ari Árelíus á Tehúsinu
25. June, 2024
Ari Árelíus í Tehúsinu
Í tilefni þess að norðurhvel jarðar hallar sér að sólu blæs Ari Árelíus til tónleikaferðalags. Í lok tónleikaferðalagsins spilar hann í Tehúsinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 25. júní. Ari mun leika efni af væntanlegri breiðskífu sinni Frank Poison and the Manufactured Feelings sem kemur út á þessu ári á vegum plötufyrirtækisins Found Recordings. Með honum til halds og trausts verður trompetleikarinn og tónskáldið Tumi Torfason.
Ari Árelíus er tónlistarverkefni Ara Franks Ingusonar tónlistarmanns. Ari hefur stúderað tónlist í LHÍ og fleiri skólum og spilað með fjölda hljómsveita m.a. Pale Moon og ATM trio. Hann hefur einnig klárað nám í heimspeki. Má segja að tónlistar vegferð hans einkennist af leikgleði þar sem djass, indie, soul, country og heimspeki spila öll óræða rullu.
Tumi Torfason er tónskáld og trompetleikari nýlega útskrifaður frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi. Hann leikur frumsamið efni með sínum ýmsu jazzflokkum, ATM trio, Stórsveit Reykjavíkur, svo ekki sé minnst á hljóðfæraleik í verkefnum eins og Una Torfa, Salóme Katrín, Axel Flóvent, Gróa, Of Monsters and Men nú og auðvitað okkar eina sanna Ari Árelíus.
Saman munu þeir flétta söngvaskáldið, djassarann og heimspekinginn í eina innblásna heild. Leikar hefjast kl. 20:30. Miðar á 2500 kr. við hurð.