Vaxtarrýmið Austanátt er 8 vikna ferli fyrir einstaklinga eða teymi sem vilja þróa áfram hugmyndir sem skapa verðmæti á Austurlandi. Í vaxtarrýminu gefst hugmyndasmiðum færi á að tengjast öðrum frumkvöðlum, fá ráðgjöf frá reyndum sérfræðingum og fræðslu s.s. um markaðssetningu, hönnunarhugsun, fjármögnun og önnur hagnýt atriði til nýsköpunar.

Allskonar hugmyndir

Austanátt er opin fyrir allskonar hugmyndum. Þær geta falið í sér að stofna fyrirtæki eða verið unnar af óhagnaðardrifnum samtökum, framkvæmdar innan rótgróinna stofnana eða verið nýir sprotar. Verðmætin sem verkefnin skapa geta verið í formi sjálfbærni, verið efnahagslegs eða samfélagslegs eðlis. Verkefni sem hafa áhuga á að vinna á forsendum hringrásarhagkerfisins eru sérstaklega hvött til að sækja um.

Allt að 10 hugmyndir verða valdar til að taka þátt í Austanátt árið 2024.

Fyrirkomulag

Dagskrá vaxtarrýmissins fer fram á milli 18. september og 20. nóvember 2024. Þátttakendur hittast vikulega á styttri netfundum, en þrjár staðbundnar vinnustofur verða haldnar yfir heilan dag. Áætlaður tími og staður vinnustofanna er:

25. september: Stöðvarfjörður
16. október: Borgarfjörður eystri
6. nóvember: Hérað

Dagskráin felst í fræðslu, ráðgjöf og sjálfsvinnu þátttakenda og efnisatriði taka mið af þörfum þeirra verkefna sem taka þátt.

Þátttaka í Austanátt er þeim verkefnum sem valin verða að kostnaðarlausu. Í ferlinu felst ekki fjárhagslegur styrkur né er um keppni að ræða.

Afrakstur

Markmið Austanáttar er að gefa hugmyndum færi á að vaxa og dafna og færa þær nær því að verða að veruleika. Stuðningurinn felst í tengslaneti, hvatningu, ráðgjöf og fræðslu og umfram allt aðhaldi til að láta reyna á hugmyndirnar sem þátttakendur ganga með í maganum. Á meðan á ferlinu stendur verða gerð myndbönd um hvert verkefni sem frumsýnd verða að Austanáttinni lokinni. Myndböndin geta nýst við kynningu á verkefnunum, s.s. til að sækja fjármagn eða markaðsetja afurð þess og útkomu.

Umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir!

Sæktu um fyrir 26. ágúst 2024.

Sækja um

Mentorar og leiðbeinendur

Ingi Rafn Sigurðsson

fjármögnun • sala • markaðssetning • stofnun fyrirtækja

Meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá Karolina Fund. Stofnandi Slize.me, nýsköpunarverkefnis styrkt af Rannís. Framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík 2014-2015. Varamaður stjórnar hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum og stjórnarformaður hjá funde.no 2017-2018. Menntun í viðskiptafræði og lögfræði, með meistaragráðu í viðskiptalögfræði.

Gyða Einarsdóttir

fjármögnun • sjóðasókn • kynning á verkefnum

Sérfræðingur í evrópskri sjóðasókn og hef fjölbreytta starfsreynslu á því sviði. Landstengiliður Evrópu áætlana, komið að umsóknagerð, rekstri verkefna sem og uppgjörum þeirra og endurskoðun. Menntaður kennari og með MA í alþjóðasamskiptum.

Ingi Björn

Hefur verið þátttakandi í nýsköpunar umhverfin á Íslandi síðust 15 árinn, stofnað fyrirtæki, aðstoðað sprota, fjárfest, verið ráðgjafi og margt fleira. Núna aðstoðar hann fyrirtæki við að skala á erlenda markaði.

Paula Gould

marketing • go-to-market • media relations • investor relations

Paula Gould, is a go-to-market and growth strategy consultant, speaker, mentor, and Marcomm executive. She is the face of Float and gather and the company’s lead consultant. Paula previously served as Head of Brand & Communications at Men&Mice (acqu. by Blue Cat), Chief Marketing Officer at Greenqloud (acqu. by NetApp), Board Member at CLARA (acqu. by Jive Software), Principal at Nordic VC firm.

Snjólaug Ólafsdóttir

sjálfbærni frá öllum hliðum • tengslamyndun • markaðssetning

Leiðtogi vöruþróunnar og viðskiptatengsla hjá Svarma, sem er fyrirtæki í hugbúnaðarþróun varðandi náttúrugögn og -uppgjör fyrirtækja. Hefur margra ára reynslu í ráðgjöf varðandi sjálfbærnimál fyrirtækja. Stofnaði Andrými árið 2016 þar sem hún vann að ýmsum sjálfbærnimálum. Með doktorsgráðu í umhverfisverkfærði frá HÍ, lærður markþjálfi og teymisþjálfi.

Sue Fairburn

design • climate change • collaborative working

I'm a design educator/researcher who works between the boundaries of the body, society, and the environment to examines how extreme environments challenge our notion response to the unfamiliar. I've over 20-years experience in design-based projects through cross-disciplinary working (UK and Canada + International workshops). I co-founded a social enterprise to engage communities in local issues

Oddný Anna Björnsdóttir

vöruþróun • regluverk og merkingar matvæla • stjórnsýsla og eftirlit • stofnun fyrirtækis og starfsleyfi • þróun á neytendamarkaði • gerð áætlana • sölu- og markaðsmál

Viðskiptafræðingur, sjálfstæður ráðgjafi, kjörinn fulltrúi í Múlaþingi, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli. Rekur með eiginmanni sínum nýsköpunarfyrirtækið Geislar Gautavík sem er í fjölbreyttri starfsemi, m.a. hönnun og framleiðslu á gjafavörum og leikföngum seld í verslunum um land allt, búskap, þ.m.t. ræktun á hampi og framleiðslu á hampvörum, ráðgjöf og námskeiðshaldi.

Sigrún Kristín Jónasdóttir

velferðarþjónusta • stefnumótun • fjarþjónusta

Lektor við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Með BS-próf í iðjuþjálfunarfræði og doktorspróf í iðjuvísindum. Rannsóknir Sigrúnar hafa einkum beinst að stefnumótun, stjórnsýslukerfum og þjónustu sem mótatækifæri fatlaðs fólks til þess að komast um.

[email protected]

Sóley Heradóttir Hammer

I have been running an incubator in Tórshavn in the Faroe Islands, promoting and supporting local startups since 2018. I'm passionate about the startup environment and helping startups grow beyond the local market.

R. Michael Hendrix

marketing • design • innovation

Transforming brands and driving innovation. Former global design director at IDEO, author of "Two Beats Ahead", creative director & professor, cofounder Open Music Initiative, public speaker.

Nánari upplýsingar

Arnar Sigurðsson

[email protected]

Aðstandendur Austanáttar