Gönguvikan á fætur

24. June, 2017 - 1. July, 2017

Á FÆTUR Í FJARÐABYGGÐ
GÖNGUR OG FJÖLLIN FIMM

Göngu- og gleðivikan „Á fætur í Fjarðabyggð“ fer fram síðustu vikuna í júní. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist.

Innan Gönguvikunnar eru fjölskyldugöngur, sögugöngur, krefjandi áskoranir fyrir alvöru göngugarpa og allt þar á milli. Að göngudegi loknum tekur gleðin völd með kvöldvökum, tónlist, leiklist og sjóhúsagleði.

Fjöllin fimm eru skemmtileg áskorun fyrir alla þátttakendur. Þeir sem klífa þau öll fá heiðursnafnbótina „Fjallagarpur gönguvikunnar“. Fyrir 15 ára dugar að klífa þrjú fjöll til að landa þessum eftirsóknarverða titli.

Þessi fjölskylduvæna gleði- og skemmtivika er einn stærsti útvistarviðburður ársins, með úrvals gönguferðir og afþreyingu við allra hæfi. Farðu á fætur með Fjarðabyggð og taktu þátt í frábærri útvistarskemmtun.

Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessar ferðir hjá Sævari
Guðjónssyni, 698 6980 eða [email protected], fyrir kl. 12.00 föstudaginn 23. júní.