Fjölskylduhelgi Náttúruskólans

Óbyggðasetur Íslands / Wilderness center

12. January, 2024 - 14. January, 2024

Ævintýraleg helgi í Óbyggðasetrinu þar sem fjölskyldan tekst saman á við fjölbreytt verkefni tengd útivist og náttúru undir handleiðslu reyndra kennara og útivistarfólks.
Samvera og sköpun minninga í sögulegu umhverfi og stórkostlegri náttúru.

Viðfangsefni helgarinnar eru vissulega háð veðri og vindum en við stefnum á þetta verða meðal annars:
Ævintýraganga
Tálgun
Rötun með korti og áttavita
Súrr og skýlagerð
Hnútar og línuvinna
Kveikja eld og steypa tólgarkerti
Varðeldur
Sögustund
Stjörnuskoðun
Útieldun

Fjölskylduhelgin er styrkt af Samfélagssjóði Fljótsdalshrepps og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og er því kennsla og matur þátttakendum að kostnaðarlausu.

Þátttakendur greiða því aðeins fyrir gistingu á sérstökum Óbyggðafjölskylduafslætti.
Hver fjölskylda getur því valið gistimöguleika og verðflokk sem henta:

Einkaherbergi með sérsalernisaðstöðu í Efri bæ15.000 kr nóttin á mann.

Tveggja manna herbergi, sameiginleg salernisaðstaða í Gamla bænum 12.000 kr nóttin á mann

Baðstofan sameiginleg salernisaðstaða
Uppábúið rúm 9.500 kr nóttin
Svefnpokapláss 6.500 kr nóttin

Aðgangur að baðhúsinu og sýningu um sögu og lífið í óbyggðum innifalið í öllum verðum.
Nánar um gistiaðstöðuna á heimasíðu Óbyggðasetursins https://wilderness.is/is/

Hægt er að kaupa gjafabréf á Fjölskylduhelgina og lauma með í jólapakkann.

Fyrirspurnir og pantanir gjafabréfa: [email protected]

Skráning hér: https://docs.google.com/…/1FAIpQLSf2vFAczfb9A3…/viewform