SKULD – heimildamynd um strandveiðivertíð
Fjarðaborg, Borgarfjörður eystri
4. November, 2023
Komandi helgi ætlum við í samstarfi við 66°Norður að heimsækja austurland og sýna heimildamyndina okkar „Skuld“.
Við verðum á laugardag 4. nóvember kl. 17 í Fjarðarborg Borgarfirði eystri
Aðgangur er ókeypis.
Skuld er heimildamynd um strandveiðivertíð okkar á trillunni Skuld, sem við gerum út frá Rifi á Snæfellsnesi.
Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og hlaut m.a. hvatningarverðlaun dómnefndar á Skjaldborg heimildamyndahátíð fyrr á árinu.
„Hvatningarverðlaun Skjaldborgar 2023 hlýtur mynd sem dómnefndarmeðlimum þótti sérstaklega hlý, fyndin og falleg. Mynd sem opnar glugga inn í heim smábátaeigenda og handfæraveiða á persónulegan og heillandi máta. Höfundur beitir sterkri sjónrænni nálgun og fer einstaklega vel með hlutverk sitt allt í kring um myndavélina svo úr verður allsherjar óður til ástarinnar, framtaksseminnar – og strandveiða“
Mikið væri gaman að sjá ykkur sem flest,
Rut og Kristján Torfi
Skuld trailer: https://www.youtube.com/watch?v=gPC62ECoSLE
Þorskbæn – Kristján Torfi & Trillukallakór: https://www.youtube.com/watch?v=wqhjmh01pHA
Skuld á facebook: https://www.facebook.com/skulddocumentary