Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar – Jón Ólafsson og Hildur Vala
Bláa kirkjan
19. July, 2023
Hildur Vala og Jón Ólafsson eru bæði landskunn fyrir tónlist sína. Þau hafa komið víða við á löngum ferli en Jón er m.a. meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk, einni langlífustu popp- og rokkhljómsveit Íslands, og Hildur Vala hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarkvenna allt frá því hún sté fram á sjónarsviðið árið 2005 þegar hún sigraði Idol-Stjörnuleit. Á tónleikunum munu þau spila uppáhalds lögin sín auk tónlistar úr eigin safni en þau hafa hvort um sig gefið út þrjár sólóplötur.
Hildur Vala and Jón Ólafsson are both nationally known for their music. Jón is a member of the band „Nýdönsk“, one of Iceland’s longest-running pop and rock bands, and Hildur Vala has been active in the Icelandic music scene ever since she appeared and won in the Icelandic Idol singing competition in 2005. They will play their favorite songs as well as music from their own catalogue but they have each released three solo albums, all well received by the public and critics.