Fjallahjólaferð frá Öxi niður í Fossárdal
Ferðafélag Fjarðamanna
19. August, 2023
Fjallahjólaferð frá Öxi niður í Fossárdal
19. ágúst, laugardagur
Fararstjórn: nánar auglýst síðar.
Mæting kl 10 á malarplani ca. 500 m norðan við veðurathugunarstöðina á Öxi (Egilsstaðamegin). Hjólað eftir slóða/jeppavegi yfir í Fossárdal, ca. 35-40 km. Ath að fjallahjólin þurfa að vera á breiðum dekkjum. Hjólað verður eftir jeppavegi yfir í Fossárdal, ca. 35-40 km.
Leiðin liggur upp Merkjahrygg um Leirdal og Lönguhlíð yfir á brúnir Hamarsdals og þaðan niður í Fossárdal.
Þvera þarf Fossá á tveimur stöðum og er hún sennilega um 20 cm djúp á þeim stöðum og botninn malarbotn.
Leiðin liggur upp Merkjahrygg um Leirdal og Lönguhlíð yfir á brúnir Hamarsdals og þaðan niður í Fossárdal.
Þvera þarf Fossá á tveimur stöðum og er hún sennilega um 20 cm djúp á þeim stöðum og botninn malarbotn.
Innifalið: leiðsögn, grillveisla í Fossárdal og skutl að sækja bíla að hjólaferð lokinni. Skráning skal fara fram fyrir kl. 12 þann 17. ágúst hjá [email protected] eða í síma: 895-1743.
Verð 4.500 kr.