Rikke Luther – On Moving Ground: Sand, Mud, and Planetary Change
Skaftfell Art Center
17. September, 2022 - 20. November, 2022
Það gleður okkar að tilkynna opnun haustsýningar Skaftfells:
Rikke Luther – On Moving Ground
Sand, Mud, and Planetary Change
17. september – 20. nóvember 2022 í sýningarsal Skaftfells
Opnun 17. september, kl. 16:00-18:00 í Skaftfelli, Austurvegi 42,
og kl. 18:00-19:30 í Herðubío, Austurvegi 4 (kvikmyndasýning)
Sýningarspjall með listamanninum: 18. september kl 14:00
Allir viðburðir eru ókeypis.
Opnunartími: Þri-sun 17:00-22:00, mán lokað
Einkasýning Rikke Luther í Skaftfelli sýnir yfirstandandi rannsóknir listamannsins á pólitískum, samfélagslegum og umhverfislegum tengslum milli jarðefnavinnslu, nútímans, jarðvegseyðingar og hnattrænna breytinga. Verk hennar kanna áhrif sandnáms, kolefnisfrekrar framleiðslu steinsteypu og áhrif hækkandi hitastigs, á stöðugleika jarðarinnar sem við búum á. On moving ground býður upp á innsýn í fjölbreyttar rannsóknaraðferðir og listræna framleiðslu listamannsins, allt frá kvikmyndum til stórra teikninga til safnefnis, vísindagagna, texta og ljósmyndunar.
Í tveimur sýningarskápum sýnir listamaðurinn úrval glósa og ljósmynda úr vettvangsrannsóknum. Þeim var safnað fyrir verkefni á Grænlandi, Brasilíu og Japan á árunum 2016-2021 og sýna rannsóknir hennar á leðju sem viðfangsefni. Ásamt tveimur eldri verkum, Constructing the State # I. Concrete and the Political Economy of Construction, Japan (2004) og Constructing the State # II. Concrete and the Political Economy of Construction, Mexíkó (2005), hvetja glósurnar áhorfandann til að draga fram tengsl milli þróunar í mismunandi heimshlutum sem spá fyrir um eða tjá óstöðugleika yfirborðs, búsvæða og hugmynda. Með því að fylgjast með athöfnum mannsins og framkvæmdum hans í nýjum óvissuþáttum hnattrænna breytinga, lýsir langtímarannsókn Luthers frásögninni af tilveru mannkyns innan flókinna hnattrænna ferla sem ekki er lengur hægt að aðgreina í „menningarlega“ og „náttúrulega“, heldur verða þeir upplifaðir sem einn og sami veruleikinn.
Þrjár stórar teikningar Luthers á striga, framleiddar sem hluti af leikmynd fyrir steppdanssýninguna The Sand Bank (2018), kortleggja áhrif sands sem hráefnis í nútíma stjórnmálum, menningu og hagkerfi. Uppgötvun steinsteypu og óseðjandi matarlyst nútímaarkitektúrs á henni, ásamt útþenslu afurða Sílíkondalsins, hafa leitt til þess að eftirspurn eftir sandi hefur aukist um allan heim. Ofnýting sandbakkans á plánetunni er djúpt tengd útópíum og dystópíum 20. aldar. Jafnvel má finna samband á milli herkænsku kaldastríðsins og djúpsjávarnámugraftar dagsins í dag. Á sama tíma mun alþjóðlegur skortur á sandi taka þátt í að móta sögu aldarinnar sem við lifum á.
Kvikmyndin Concrete Nature: Planetary Sandbank (2018) “kannar pólitíska sögu steinsteypu og samfélagsgerðina sem hún leiðir af sér. Rikke Luther fléttar fjölbreyttu rannsóknarefni inn í persónulega frásögn. Kvikmynd hennar dregur fram þá menningarþræði sem liggja á milli mikilvægra augnablika nútímans; frá ‘uppgötvun’ steinsteypu á fyrstu áratugum 19. aldar, í gegnum hugmyndafræðilegar vonir módernista, til sandskorts okkar tíma og vonir fjárfesta um framtíðar, handan-heimsslita, 3D-prentað steinsteypusamfélag í geimnum. Myndin var tekin í og við MIT háskólasvæðið, Cambridge, Boston, New York, Hudson River, High Fall, London, og inniheldur sögulegar myndir. Hún kannar steinsteyptar byggingar sem voru pólitískar áður en þær voru reistar, áður en arkitekt ljáði þeim sérstaka rödd sína; pólitísk rödd þessara bygginga er nú yfirskrifuð, endurskrifuð og þurrkuð út, vegna breytinga á hugmyndafræði og umhverfi.“ (Luther)
Sýningaropnuninni fylgir kvikmyndasýning á nýjustu mynd Luthers, sem er enn í vinnslu og verður frumsýnd síðar árið 2022: “Concrete: The Great Transformation (2019-) er framhald af Concrete Nature: The Planetary Sand Bank frá 2018. Myndin blandar saman myndum og athugasemdum sem byggja á sögulegum rannsóknum og persónulegri frásögn. Rannsóknin hefst með heimsóknum á þrjá sögulega námuvinnslustaði, sem tengjast tinnusteini, kolum og kalksteini, áður en haldið er áfram til að skoða stað þar sem jörðin er notuð til að líkja eftir ‘tungl regolit’. Þessar heimsóknir tengja tilraunir fortíðar, nútíðar og framtíðar til að blanda ímyndunarafli mannsins við jarðnesk efni, og endar með tæknilegum vonum um þrívíddarprentun steinsteypu fyrir framtíðarbyggðir milli pláneta.“ (Luther)
Sýningarstjóri er Julia Martin.
Um listamanninn:
Nýjustu verk Rikke Luther kanna ný tengsl sem skapast af umhverfiskreppu tengd landslagi, tungumáli, stjórnmálum, fjármögnun, lögum, líffræði og hagkerfi, tjáð í teiknuðum myndum, ljósmyndun, kvikmyndum og kennsluaðferðum. Hún hefur gegnt kennslustörfum í Danmörku og haldið fjölda gestafyrirlestra víða um heim. Verk hennar hafa verið kynnt á tvíæringum og þríæringum [Feneyjum, Singapúr, Echigo-Tsumari, Auckland og Gautaborg], söfnum [Moderna Museum, Kunsthaus Bregenz, The New Museum, Museo Tamayo, Smart Museum], sýningum [Beyond Green: Towards a Sustainable Art, 48C Public.Art.Ecology, Über Lebenskunst og Weather Report: Art & Climate Change] og kvikmyndahátíðum [CPH:DOX* – Copenhagen International Documentary Film Festival]. Árið 2016 skapaði Luther nýtt verk fyrir 32. Bienal de São Paulo og hefur stundað listsköpun sína sem einstaklingur síðan. Áður fyrr starfaði Luther einungis sem hluti af listhópum. Hún var meðstofnandi Learning Site (virk 2004 til 2015) og N55 (virk með upprunalegum meðlimum frá 1996 til 2003).
Árið 2021 varði Luther doktorsritgerðina sína Concrete Aesthetics: From Universal Rights to Financial Post-Democracy. Hún verður gefin út árið 2022/23 með viðbættum textum eftir Esther Leslie og Jaime Stapleton.
Rikke Luther (DK) er gestalistamaður Skaftfells í september 2022 þar sem hún stundar vettvangsrannsóknir fyrir núverandi rannsóknarverkefni sitt More Mud, kvikmynd sem ætlað er að komi út árið 2024. Verkefnið er styrkt af Nordic Alliance of Artists’ Residencies on Climate Action (NAARCA), sem Skaftfell er hluti af. Verkefnið er einnig hluti af nýdoktorsrannsókn Luthers, The Ocean-Lands: Mud Within the Earth System, sem fer fram í ‘Queen Margrethe’s and Vigdís Finnbogadóttir´s Interdisciplinary Research Centre on Ocean, Climate, and Society’ (ROCS) og hjá The GLOBE Institute / Danish Natural History Museum / Center for Macroecology, Evolution and Climate.
https://rikkeluther.dk
Listi yfir verk:
Concrete Nature: Planetary Sandbank, kvikmynd (36,56 min.), 2018
The Sand Bank. Teikningar á strígi, 2.25m x 4.00m
Constructing the State # I. Concrete and the Political Economy of Construction, Japan, 2004. Ljósmyndir og texti.
Constructing the State # II. Concrete and the Political Economy of Construction, Mexico, 2005. Ljósmyndir og texti.
Field notes, Ljósmyndir og texti, 2016-2021.
Kvikmyndasýning í Herðubíó:
Concrete: The Great Transformation, kvikmynd (1h. 09min.), 2019- (í vinnslu)
Mynd í viðhengi:
Rikke Luther, More Mud, Kangerlussuaq, Greenland, 2021
Styrkt af:
Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Múlaþing
Uppbyggingarsjóður Austurlands
The Nordic Alliance of Artists’ Residencies on Climate Change (NAARCA)