KHB Brugghús
KHB Brugghús er staðsett í einu elsta húsi Borgarfjarðar eystri sem á sér langa og merkilega verslunarsögu. Núverandi eigendur keyptu húsið árið 2015 og reka þar Brugghús og bar sem byggir grunn sinn á fortíð hússins og þeirra merku frumkvöðla og athafnamanna stundað hafa rekstur í húsinu.
KHB Brugghús framleiðir landa sem byggir á aldagömlum hefðum Íslendinga og gin sem inniheldur m.a. sítrónugras sem ræktað er á staðnum. Einnig bruggar KHB bjór eftir tékkneskum hefðum og eru hráefni frá Tékklandi notuð í framleiðsluna. Allir bjórarnir eru ógerilsneyddir og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna.