Leitin að týnda eldinum – Opnunarhelgi
Skriðuklaustur
13. May, 2022 - 15. May, 2022
Helgina 13- 15 maí verður opnun á fjölskyldu ævintýra ratleiknum í Fljótsdal, Leitin að týnda eldinum, sem að Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf hefur verið að vinna í undanfarna mánuði.
Hægt verður að kynna sér hvernig einföld leikjagerð getur nýst við að miðla staðbundna sögu og menningu ásamt því að vera tól til betri dreifingu ferðafólks. Darri verður á svæðinu til þess að svara spurningum í tengsl við leikinn.
Leikurinn er myndskreyttur af henni Aldísi Önnu Þorsteinsdóttur og verða myndirnar til sýnis í Klausturgalleríi. Á laugardeginum frá 13:00 til 15:00 verður Aldís við til að segja frá myndunum og vinnuferli sýnu.
Aldís er 28 ára, fædd og uppalin á Egilsstöðum og er nýlega flutt heim á Hérað eftir námsbrölt í höfuðstaðnum. Hún er iðjuþjálfi að mennt og er að klára nám í Sjálfbærni og sköpun frá Hallormsstaðaskóla. Aldís hefur stundað myndlist frá því hún var unglingur og hefur sérstakan áhuga á vatnslitamyndum, karaktersköpun og náttúrumyndum.
„Dreki sem er landvættur austurlands hefur misst eiginleikann að spúa eldi og til þess að geta varið austurlandið frá þeim illu öflum sem að okkur sækja, þurfið þið að finna lausnina að geta spúið eld aftur. Vinir dreka eru aðrir vættir sem eru á víð og dreifð um dalinn og þarf að leita vísbendingum með hjálp þeirra“